Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands hefur farið fram á það við KSÍ að íslenska liðið leiki í Malmö í mars. Allt stefnir í að íslenska liðið mæti þá Ísrael í umspili um laust sæti á Evrópumótið.
Rætt hefur verið um ýmsa velli en Hareide vill fara til Malmö þar sem hann hefur verið þjálfari.
„Ég hef óskað eftir því við KSÍ að við spilum í Malmö, það er auðvelt ferðalag fyrir stuðningsmenn okkar að fljúga til Köben,“ segir Hareide.
„Það er ekki gott að geta ekki verið á heimavelli en við getum ekkert gert varðandi veðrið og Laugardalsvöllur er ekki leikfær þarna.“
„Vonandi fáum við heimaleik í Malmö, ég vil velja þann völl. Það er frábært að spila þar.“
KSÍ lét vita af því í vikunni að landsliðið gæti ekki spilað á heimavelli í mars en ljóst er að málið að verulega niðurlægjandi fyrir stjórnvöld hér á landi.