Daniel Sturridge fyrrum framherji Liverpool og Chelsea ráðleggur Rasmus Hojlund framherja Manchester United að ræða við samherja sína.
Danski framherjinn hefur ekki enn skorað í ensku deildina en hann hefur varla fengið færi.
„Þetta mun breytast, hann þarf að eiga samtal við samherja sína. Hann verður að láta vita hvað hann vill, hann þarf að segja þeim hvar hann vill boltann til að geta skorað,“ segir Sturridge.
„Stjórinn er með sínar hugmyndir um það hvernig liðið á að spila, Hojlund er ekki fullmótaður.“
Sturridge ræddi málið á Sky Sports í gær og segir erfitt að dæma Hojlund á meðan samherjar hans skapa ekki færi fyrir hann.
„Þegar tækifærin koma þá vill hann ólmur skora til að sanna að hann geti skorað hjá stóru félagi.“
„Þetta lítur ekki vel út hjá Hojlund eins og er en þetta er ekki stóra myndin, það er auðvelt að gagnrýna hann en hann hefur ekki fengið mörg færi.“