Tveimur leikjum er lokið í Meistaradeild Evrópu í kvöld en þar heimsótti Newcastle meðal annars Borussia Dortmund í Þýskalandi
Dortmund vann fyrri leik liðanna í Newcastle og gerði slíkt hið sama í kvöld. Niclas Fullkrug skoraði fyrra markið en Julan Brandt það síðara í 2-0 sigri.
Newcastle sem byrjaði með látum og gerði jafntefli við Milan og vann PSG er nú komið í holu. Liðið er með fjögur stig en Dortmund er með sjö stig.
PSG getur svo komist upp í níu stig með sigri á AC Milan í kvöld.
Á sama tíma tapaði Barcelona frekar óvænt gegn Shaktar Donetsk á útivelli.
Danylo Sikan skoraði eina mark leiksins fyrir heimamenn en Barcelona er með níu stig en Shaktar er með sex stig, líkt og Porto sem hefur leik klukkan 20:00 gegn Royal Antwerp.