Arsenal er sagt fylgjast með Wilfried Gnonto, leikmanni Leeds.
Gnonto er tvítugur kantmaður sem heillaði á síðustu leiktíð þegar Leeds féll úr ensku úrvalsdeildinni.
Arsenal vill fá samkeppni fyrir Bukayo Saka og gæti Gnonto þar reynst góður kostur.
Ítalinn reyndi hvað hann gat að komast frá Leeds í sumar en allt kom fyrir ekki. Það er þó ekki ólíklegt að hann reyni á ný í janúar.