Danny Drinkwater fyrrum miðjumaður Chelsea og fleiri liða tapaði rúmum 130 milljónum króna á veitingastað sem hann átti í Manchester.
Drinkwater er 33 ára gamall og greindi frá því í síðustu viku að hann væri hættur í fótbolta.
Hann var hluti af ótrúlegu Leicester liði sem varð enskur meistari en hann ólst upp hjá Manchester United.
Drinkwater hafði opnað veitingastaðinn FoodWell í Manchester árið 2018 en staðurinn skuldaði orðið rúmar 350 milljónir króna.
Staðurinn varð gjaldþrota á síðasta ári en Drinkwater þurfti sjálfur að borga 782 þúsund pund upp í skuldirnar.
Drinkwater var hjá Chelsea í mörg ár en upplifði mjög erfiða tíma en fékk afar fá tækifæri og er hættur í fótbolta.