Thiago Silva, leikmaður Chelsea, er búinn að ákveða það að hann ætli að verða þjálfari er skórnir fara á hilluna.
Silva er enn að 39 ára gamall og spilar stórt hlutverk með Chelsea en hann hefur átt mjög farsælan feril.
Silva segist að hluta til vera þjálfari hjá Chelsea í dag en hann er duglegur að ræða við stjóra liðsins og þjálfarateymið um hvað sé hægt að laga.
,,Jafnvel í dag þá er ég í raun þjálfari á vellinum, ekki rétt? Ég sé allan völlinn og sé hvað á sér stað innan hans,“ sagði Silva.
,,Ég vara leikmenn við því sem gæti farið úrskeiðis og ræði reglulega við þjálfarateymið sem og Mauricio Pochettino, ég passa að við gerum ekki sömu mistökin.“
,,Stundum eru það bara leikmennirnir sem átta sig á því hvað er að fara úrskeiðis og hvað gæti farið betur.“