Jose Mourinho og hans menn í Roma unnu gríðarlega dramatískan sigur í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Fyrr í dag fóru fram tveir leikir en Genoa tapaði þar fyrir Cagliari þar sem Albert Guðmundsson komst á blað. Verona tapaði þá heima gegn Monza.
Roma var 1-0 undir þegar uppbótartíminn var kominn af stað en gestirnir í Lecce komust yfir á 72. mínútu.
Serdar Azmoun skoraði jöfnunarmark Roma á 91. mínútu og stuttu seinna bætti Romelu Lukaku við öðru til að tryggja sigur.
Þetta var líklega mark til að bjarga starfi Mourinho en Roma hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum eftir mjög erfiða byrjun.