Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var ekki sá eini sem baðst afsökunar eftir leik liðsins við Newcastle í vikunni.
Um var að ræða leik í deildabikarnum en Newcastle fagnaði sannfærandi 3-0 sigri á Old Trafford.
Margir stuðningsmenn United voru auðvitað óánægðir með þessi úrslit en gengið á tímabilinu hefur verið ansi slæmt.
Ten Hag ræddi við blaðamenn eftir leik vikunnar en margir misstu af ummælum framherjans Rasmus Hojlund.
Ten Hag sagðist vorkenna stuðningsmönnum liðsins fyrir frammistöðu liðsins og var Hojlund ekki lengi að taka undir þau orð.
,,Ég vil biðja alla afsökunar á frammistöðunni í dag,“ skrifaði Hojlund á Instagram síðu sinni en hann gekk í raðir félagsins í sumar.