Real Madrid hefur staðfest það að það sé ekki rétt að félagið sé búið að ræða við framherjann Kylian Mbappe.
Á dögunum var greint frá því að Real hefði sett sig í samband við Mbappe um möguleg félagaskipti til Spánar.
Það er hins vegar ekki rétt en Mbappe spilar með Paris Saint-Germain og er einn besti framherji heims.
Real sá tilefni til þess að hafna þessum fréttum og segir að um algjörar lygasögur sé að ræða.
Fabrizio Romano greinir frá þessu á Twitter og vitnar þar í tilkynningu spænska stórliðsins.
🚨⚪️ BREAKING: Real Madrid official statement on Kylian Mbappé deal.
“Given information in the media about negotiations between the player Kylian Mbappé and our club, Real Madrid state that this information is categorically false”.
“Negotiations have not taken place with a… pic.twitter.com/RrrQjnZI6s
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 4, 2023