Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham, vill ekki kaupa leikmenn undir lok janúargluggans sem opnar á nýju ári.
Postecoglou býst við að Tottenham styrki sig í þessum glugga en liðið er að berjast um Englandsmeistaratitilinn eins og er.
Líklegt er að Postecoglou fái fjármagn til að kaupa nýja menn í janúar og mun hann nýta sér það ef tækifærið gefst.
Lið á Englandi bíða oft með að fá inn leikmenn þar til í lok gluggans en Postecoglou vill klára kaupin sem fyrst.
,,Mín skoðun á janúarglugganum er sú að ef þú getur gert hlutina mjög snemma þá er það hjálpsamlegt,“ sagði Postecoglou.
,,Stundum gerast hlutirnir undir lok gluggans og þá ertu að missa af ákveðnu tækifæri í heilan mánuð.“