Chelsea er ekki á höttunum eftir Aaron Ramsdale, markverði Arsenal. Þetta segir Fabrizio Romano.
Ramsdale hefur nokkuð mikið verið orðaður við Chelsea undanfarið en félagið er sagt skoða markverði fyrir janúargluggann.
Það er þó ekkert til í því miðað við nýjustu fréttir og Ramsdale því ekki á leið á Stamford Bridge.
Jafnframt kemur fram að Chelsea sé ekki að leggja mikið kapp á að fá markvörð í bili.
Ramsdale missti byrjunarliðssæti sitt hjá Arsenal snemma í haust eftir komu David Raya. Hann hefur því verið orðaður burt.
🚨🔵 Understand Aaron Ramsdale is currently not part of Chelsea list as new goalkeeper. No negotiations are taking place now.
Chelsea are still quiet on GK position as no talks are ongoing about that for January window. pic.twitter.com/f3b3aGN5DD
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 3, 2023