Samkvæmt ítölskum miðlum hefur Juventus áhuga á að krækja í Thomas Partey frá Arsenal.
Arsenal er talið opið fyrir því að selja þennan þrítuga Gangverja sem er ekki lengur með fyrstu mönnum á blað í liði Mikel Arteta.
Samningur Partey gildir út næsta tímabil en hann gæti farið fyrir þann tíma.
Juventus er á meðal áhugasamra félaga og er talið að ítalska stórveldið reyni að fá Partey í janúar.
Juventus vill fá hann á láni en Arsenal vill frekar selja hann og hefur sett á hann 26 milljóna punda verðmiða.
Þó er Juventus opið fyrir því að lánið innihaldi kaupmöguleika næsta sumar.