Manchester United er alls ekki að íhuga að láta Erik ten Hag fara og er félagið ekki að skoða hugsanlega arftaka hans.
Þetta segir hinn virti blaðamaður Fabrizio Romano.
United hefur gengið skelfilega undanfarið. Liðið tapaði 0-3 gegn Newcastle í deildabikarnum í gær og með sömu markatölu gegn Manchester City á sunnudag.
Því er hiti á Ten Hag og enskir fjölmiðlar hafa verið duglegir að fjalla um að sæti hans sé heitt. Þá hafa hinir og þessir menn verið mátaðir við hans stól.
United er þó ekki í neinum slíkum hugleiðingum og Ten Hag fær því traustið eitthvað áfram.
United heimsækir Fulham um helgina.
🚨🔴 Manchester United deny any idea or contact to replace Erik ten Hag with new head coach.
Club sources guarantee stories on new manager are ‘categorically false’. pic.twitter.com/gy0uOQkKC4
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 2, 2023