Lionel Messi vann, eins og flestir vita, sinn áttunda Ballon d’Or í upphafi vikunnar en hann missti af verðlaunum í Bandaríkjunum.
Hinn 36 ára gamli Messi gekk í raðir Inter Miami í MLS-deildinni vestan hafs í sumar og kom inn af krafti.
Argentínumaðurinn skoraði tíu mörk fyrir Inter Miami sem vann Leagues Cup en missti af sæti í úrslitakeppni MLS-deildainnar.
Margir héldu því að Messi yrði valinn nýliði ársins í MLS-deildinni en svo fór hins vegar ekki.
Þess í stað vann Giorgos Giakoumakis, framherji Atlanta United, þau verðlaun. Hann skoraði 17 mörk í deildinni.
Messi sefur þó líklega vært þrátt fyrir þetta, enda Ballon d’Or aðeins stærri verðlaun.