Frank Lampard er líklega að landa stjórastarfi en Bristol City er að reyna að fá hann til starfa.
Nigel Pearson var rekinn úr starfinu um liðna helgi og leitar félagið eftirmanns hans.
Lampard hefur einu sinni áður stýrt liði í næst efstu deild og gerði þá góða hluti með Derby.
Hann hefur síðan þá stýrt Chelsea í tvígang og Everton án þess að ná góðum árangri. Lampard tók tímabundið við Chelsea í vor en liðinu gekk ömurlega undir hans stjórn.
Bristol er í fimmtánda sæti næst efstu deildar eftir fimm sigurleiki í fyrstu fjórtán leikjunum.