Fyrsta leik kvöldsins af sex í enska deildabikarnum er lokið. Þar tók West Ham á móti Arsenal.
Öllum að óvörum var verkefnið ansi þægilegt fyrir heimamenn. Þeir komust yfir með sjálfsmarki Ben White á 16. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-0.
West Ham kom af krafti inn í seinni hálfleikinn og Mohammed Kudus tvöfaldaði forskot þeirra með frábæru marki á 50. mínútu.
Tíu mínútum síðar kom Jarrod Bowen West Ham í 3-0 og úrslitin svo gott sem ráðin.
Martin Ödegaard klóraði í bakkann fyrir Arsenal í blálokin en nær komust Skytturnar ekki.
Lokatölur 3-1 og West Ham fer í 8-liða úrslit enska deildabikarsins.
West Ham 3-0 Arsenal
1-0 White (Sjálfsmark) 16′
2-0 Kudus 50′
3-0 Bowen 60′
3-1 Ödegaard 90+6′