Manchester United þarf að rífa fram 15 milljónir punda ef félagið tekur þá ákvörðun að reka Erik ten Hag úr starfi.
Hollenski stjórinn er á sínu öðru tímabili sem stjóri liðsins en er í vanda staddur.
Til að losna við Ten Hag og hans starfsfólk þarf United að greiða 2,5 milljarð íslenskra króna samkvæmt enska blaðinu Mirror.
Zinedine Zidane er líklegastur til að taka við Manchester United verði Erik ten Hag rekinn úr starfi.
Odds Checker telur að Zidane sé ansi líklegur til þess að taka við verði hollenska stjóranum vikið úr starif.
Julian Nagelsmann er næst líklegastur samkvæmt veðbönkum.
Ten Hag gæti verið í vanda staddur en Manchester United hefur byrjað tímabilið afar illa, liðið hefur tapað fimm af fyrstu tíu deildarleikjum tímabilsins.