Hinn 39 ára gamli Thiago Silva veit ekki hvort hann sé að spila sitt síðasta tímabil á ferlinum eða ekki. Hann nýtur augnabliksins.
Brasilíski miðvörðurinn er á mála hjá Chelsa en þar hefur hann verið síðan um sumarið 2020.
Samningur hans rennur hins vegar út eftir tímabil og framtíðin óljós.
„Ég veit að ferli mínum fer senn að ljúka og það er ekki auðvelt,“ segir Silva.
„Þú þarft að pæla í hvenær þú vilt hætta, hvar þig langar að gera það. Þú þarft að hugsa um fjölskylduna þína líka og börnin mín spila með Chelsea.
Sem stendur er ég bara að njóta þess að spila á lokaári samnings míns hjá Chelsea. Ég veit ekki hvað gerist á næsta ári.“
Auk Chelsea hefur Silva spilað fyrir lið á borð við AC Milan og Paris Saint-Germain. Þá á hann að baki 113 A-landsleiki fyrir hönd Brasilíu.