Conor Gallagher, leikmaður Chelsea, viðurkennir að hann hafi íhugað eigin framtíð í sumar áður en Mauricio Pochettino tók við liðinu.
Gallagher fær í dag reglulega að spila undir stjórn Pochettino en hann var ekki langt frá því að fara annað í sumarglugganum.
Pochettino tók þá ákvörðun að halda Englendingnum hjá félaginu og hefur hann staðið sig ágætlega á tímabilinu hingað til.
,,Áður en ég hitti Pochettino þá var framtíð mín í mikilli óvissu, það var mikið í gangi,“ sagði Gallagher.
,,Það voru leikmenn að koma og fara en ég vildi fá að sanna mig í treyju Chelsea og sanna mig fyrir stuðningsmönnum á þessu tímabili.“