Fabio Grosso, þjálfari Lyon, varð fyrir árás í kvöld fyrir leik liðsins gegn Marseille í frönsku deildinni.
Grosso er fyrrum ítalskur landsliðsmaður en stuðningsmenn Marseille köstuðu steinum að honum áður en leikur hófst.
Enn eru um 20 mínútur í að þessi viðureign hefjist en Grosso þurfti á læknisaðstoð að halda og var ansi illa farinn eins og meðfylgjandi myndir sanna.
Grosso er 45 ára gamall en hann tók við Lyon fyrr á þessu ári en hafði áður þjálfað í heimalandinu, Ítalíu.
Ítalinn virðist hafa náð fullum bata og er útlit fyrir að hann verði á hliðarlínunni í kvöld.
🚨 OL manager Fabio Grosso injured after team coach was attacked with stones whilst travelling to Marseille.
Emergency medical treatment for Fabio Grosso tonight. pic.twitter.com/0bFuHizhyp
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 29, 2023