Bukayo Saka fékk að bera fyrirliðabandið í gær er Arsenal spilaði við Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni.
Saka er enn mjög ungur og er aðeins að byrja sinn feril en hann hefur allt sitt líf leikið með Skyttunum.
Englendingurinn fékk fyrirliðabandið í 5-0 sigri á Sheffield í gær og var nánast orðlaus eftir lokaflautið.
,,Ég veit ekki hvernig á að lýsa þessu. Þið þekkið mig og vitið að ég byrjaði í akademíunni,“ sagði Saka.
,,Að vera maðurinn sem leiðir strákana á völlinn, það var ótrúleg tilfinning, ég er orðlaus. Það er erfitt að lýsa tilfinningunni.“
,,Þetta var bara stórkostlegt og öðruvísi upplifun en áður.“