Barcelona 1 – 2 Real Madrid
1-0 Ilkay Gundogan(‘6)
1-1 Jude Bellingham(’68)
1-2 Jude Bellingham(’92)
Jude Bellingham er líklegast vinsælasti leikmaður Real Madrid í dag en hann er að eiga ótrúlegt tímabil.
Bellingham kom til Real Madrid í sumar en um er að ræða tvítugan leikmann sem var áður hjá Dortmund.
Bellingham er enskur landsliðsmaður og tryggði Real Madrid sigur í El Clasico í dag gegn Barcelona.
Ilkay Gundogan kom Barcelona yfir snemma leiks en tvenna Bellingham skoraði síðar tvö mörk og tryggði gestunum sigur.
Real komst á toppinn með þessum sigri og er með jafn mörg stig og Girona sem er í öðru sæti.