Mohamed Salah á nóg eftir í fótbolta að sögn Jurgen Klopp sem er þjálfari Liverpool sem og þjálfari Salah.
Salah er orðinn 31 árs gamall en er í frábæru standi og gefur ekkert eftir á vellinum.
Klopp er sannfærður um það að Salah eigi mörg, mörg ár eftir innan vallar og að það sé svo sannarlega ekki stutt í að hann leggi skóna á hilluna.
,,Utan vallar þá er hann eins og fullorðinn maður, innan vallar þá er hann ennþá mjög ungur,“ sagði Klopp.
,,Það er staðan, hann er í toppstandi. Ef við skoðum beinin á honum þá erum við að tala um 19 eða 20 ár. Hann heldur sér í svo góðu standi.“
,,Það er ekki hægt að bera Mo saman við annan 30 ára gamlan leikmann því líkamlega sé ég hann ekki sem þrítugan mann.“