Inter Miami í Bandaríkjunum virðist vera að staðfesta það að Luis Suarez sé á leið til félagsins í desember.
Suarez fær þá að yfirgefa Gremio í Brasilíu en hann reyndi að komast til Miami í sumar en án árangurs.
Miami hefur nú losað sig við framherjan Josef Martinez en hann samdi aðeins við félagið í byrjun árs.
Um er að ræða markavél í MLS deildinni en Martinez skoraði 111 mörk í 158 leikjum fyrir Atlanta United frá 2017 til 2022.
Miami þarf að búa til pláss fyrir Suarez ef hann gengur í raðir félagsins og er það að öllum líkindum ástæða fyrir riftun á samningi Martinez.
Suarez hittir þar fyrrum liðsfélaga sína hjá Barcelona, Jordi Alba, Lionel Messi og Sergio Busquets.