Todd Boehly eigandi Chelsea er sagður skoða þann möguleika að kaupa Jadon Sancho kantmann Manchester United.
Sancho er í klandri hjá United og þarf að æfa einn, hann hefur verið í kuldanum í átta vikur.
Sancho er 23 ára gamall en hann ólst upp í London og það er sagt heilla hann að flytja þangað.
Sancho og Erik ten Hag stjóri United ræðast ekki saman og neitar Sancho að biðjast afsökunar eftir yfirlýsingu sína um Ten Hag og framkomu hans.
Sancho kom til United fyrir rúmum tveimur árum á 75 milljónir punda en ljóst er að United fær aldrei þá upphæð til baka.