Viktor Jónsson hefur framlengt samning sinn við ÍA.
Framherjinn knái var markakóngur Lengjudeildarinnar í ár með 20 mörk og því afar jákvæðar fréttir fyrir stuðningsmenn ÍA að hann sé að framlengja.
Samningur Viktors átti að renna út eftir næstu leiktíð en gildir hann nú út leiktíðina 2025.
ÍA verður nýliði í Bestu deildinni á næstu leiktíð eftir að hafa unnið Lengjudeildina í ár.
Viktor Jónsson hefur framlengt samning sinn við félagið út leiktíðina 2025 🤝
Viktor er öflugur sóknarmaður sem hefur spilað 132 leiki fyrir ÍA og skorað 60 mörk síðan hann kom til liðsins árið 2019 ⚽
Viktor var valinn leikmaður ársins á lokahófi ÍA, varð markakóngur… pic.twitter.com/XtwgGsA6Iy
— ÍA Akranes FC (@Skagamenn) October 26, 2023