Joey Barton hefur verið rekinn úr starfi sem knattspyrnustjóri Bristol Rovers, stuðningsmenn hafa lengi kallað eftir höfði hans.
Barton hefur harkalega gagnrýnt leikmenn sína síðustu vikur og fór það í taugnar á stuðningsmönnum félagsins.
Bristol er í þriðju efstu deild en liðið hefur aðeins unnið fjóra leiki af fyrstu fjórtán í deildinni.
Barton er þekktur skaphundur en hann hefur gert ágætis hluti í þjálfun en leitar nú að nýju starfi.
Barton átti farsælan feril sem leikmaður en hann lék meðal annars með Manchester City, Newcastle og fleiri liðum.