fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Greina frá athæfi Sancho tveimur vikum eftir að allt fór í hund og kött – Það sem hann gerði kom mörgum mikið á óvart

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 26. október 2023 20:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jadon Sancho er áfram algjörlega úti í kuldanum hjá Manchester United vegna ósættis við stjórann Erik ten Hag. Athæfi hans á dögunum kom þó mörgum skemmtilega á óvart.

Englendingurinn ungi var frystur í kjölfar þess að hann svaraði Ten Hag fullum hálsi. Hollenski stjórinn hafði gagnrýnt frammistöðu Sancho á æfingum.

Þetta var í byrjun september og hefur Sancho ekki komið nálægt aðalliðinu síðast.

The Athletic fjallar um hans mál í dag en þar kemur fram að um tveimur vikum eftir að ósættið kom upp hafi Sancho horft á leik hjá U18 ára liði United. Þetta gerði hann á meðan liðsfélagar hans kepptu ytra gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni.

Í greininni kemur fram á að Sancho hafi sýnt allar sínar bestu hliðar og gefið sér góðan tíma eftir leik í að svara öllum spurningum sem ungu leikmennirnir höfðu.

Það þykir ekki ólíklegt að Sancho yfirgefi United í janúarglugganum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri staðfestir komu Ganverja

Vestri staðfestir komu Ganverja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út
433Sport
Í gær

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing