Jadon Sancho er áfram algjörlega úti í kuldanum hjá Manchester United vegna ósættis við stjórann Erik ten Hag. Athæfi hans á dögunum kom þó mörgum skemmtilega á óvart.
Englendingurinn ungi var frystur í kjölfar þess að hann svaraði Ten Hag fullum hálsi. Hollenski stjórinn hafði gagnrýnt frammistöðu Sancho á æfingum.
Þetta var í byrjun september og hefur Sancho ekki komið nálægt aðalliðinu síðast.
The Athletic fjallar um hans mál í dag en þar kemur fram að um tveimur vikum eftir að ósættið kom upp hafi Sancho horft á leik hjá U18 ára liði United. Þetta gerði hann á meðan liðsfélagar hans kepptu ytra gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni.
Í greininni kemur fram á að Sancho hafi sýnt allar sínar bestu hliðar og gefið sér góðan tíma eftir leik í að svara öllum spurningum sem ungu leikmennirnir höfðu.
Það þykir ekki ólíklegt að Sancho yfirgefi United í janúarglugganum.