Búist er við að Sandro Tonali miðjumaður Newcastle fái tíu mánaða bann frá fótbolta í dag. Búist er að dómur verði kveðinn upp á Ítalíu.
Tonali kom við sögu í leik Newcastle gegn Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gær, það var hans síðasti leikur í langan tíma.
Tonali, leikmaður Newcastle og ítalska landsliðsins, fær tíu mánaða bann frá knattspyrnu vegna veðmálaskandalsins á Ítalíu.
Um risastórt mál á Ítalíu er að ræða þar sem fjöldi leikmanna er á leið í bann fyrir að brjóta veðmálareglur. Hann veðjaði meðal annars á leiki Milan.
Tonali missir af öllu þessu tímabili og Evrópumótinu næsta sumar ef marka má nýjustu fréttir, en hann gekk í raðir Newcastle í sumar frá AC Milan.
Sem fyrr segir eru fleiri leikmenn á Ítalíu í klandri en vandamálið virðist vera ansi stórt þar í landi.