fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Þungur dómur gæti beðið Everton ef félagið verður sakfellt í vikunni

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. október 2023 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska úrvalsdeildin fer fram á það að tólf stig verði dregin af Everton verði félagið dæmt fyrir að hafa brotið reglur um fjármögnun félaga.

Rannsókn um það hefur farið fram undanfarið en málið var tekið fyrir af óháðum dómstóli á dögunum.

Everton mætti fyrir dómstólinn í síðustu viku en félagið er sakað um að hafa farið á svig við þær reglur sem gilda um fjármögnun félaga.

Búist er við niðurstöðu frá þessum óháða dómstóli í þessari viku.

Enska úrvalsdeildin vill að hart verði tekið á málinu og að tólf stig verði tekin af Everton, verði félagið sakfellt í málinu.

Væri þá Everton með mínus fimm stig í deildinni og ljóst að það gæti orðið nokkur brekka fyrir Sean Dyche að halda félaginu í deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“