Samfélagsmiðla- og OnlyFans stjarnan Sky Bri segir að nokkrir leikmenn Manchester United hafi sent sér persónuleg skilaboð á samfélagsmiðlum og þá sérstaklega undanfarin misseri.
Bri ræddi við aðdáendur sína í streymi á Twitch og þar kom þetta fram. Enskir miðlar vekja svo athygli á þessu.
„Það eru mjög margir knattspyrnumenn sem hafa sent mér skilaboð undanfarið. Það er frekar spes,“ sagði Bri.
Segir Bri að nokkur stór nöfn hafi verið að senda sér skilaboð og nefnir sérstaklega leikmenn United.
„Upp úr þurru eru allt í einu hellingur af þeim að senda mér skilaboð. Það eru til dæmis leikmenn frá Manchester United, frekar stór nöfn. Ég hugsa bara: Hvað í andskotanum er í gangi?“