Antoine Griezmann, leikmaður Atletico Madrid, verður markahæsti leikmaður í sögu félagsins og líklega mun það gerast á þessu tímabili.
Griezmann átti stórleik í gær er Atletico mætti Celta Vigo en hann skoraði þrennu í öruggum 3-0 útisigri.
Atletico hefur byrjað tímabilið afar vel sem og Griezmann sem er með átta mörk í 11 leikjum á tímabilinu.
Griezmann hefur skorað 165 mörk sem leikmaður Atletico og er þriðji markahæstur í sögu félagsins.
Hann er þó aðeins átta mörkum frá markametinu sem er í eigu Adrian Escudero og Luis Aragones.