fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Tvær íslenskar stelpur á forsíðum enskra blaða í dag þegar kynlífshneyksli eru skoðuð – „Þetta eru árin sem ég á að vera nakin“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. október 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær íslenskar stelpur eru á forsíðu Daily Star í dag þegar blaðið rifjar upp hneyksli í kringum kynlíf og knattspyrnumenn. „Þegar knattspyrnumaður hagar sér svona dugar það yfirleitt að biðjast afsökunar,“ segir í grein Daily Star.

„Stelpurnar sem lenda í þessum stormi eru yfirleitt í meiri vandræðum með að komast í gegnum þetta án þess að lenda á vegg. Við skoðum lífið hjá þessum partýstelpum sem voru hluti af villtri hegðun knattspyrnumanna,“ segir einnig.

Enska blaðið byrjar á að rifa upp mál sem átti sér stað í Reykjavík árið 2020 þegar tvær íslenskar stúlkur laumuðu sér inn á hótel enska landsliðsins.

Forsíða Daily Star.

Hneysklið í Reykjavík:

Phil Foden og Mason Greenwood höfðu spilað fyrsta landsleik sinn í Reykjavík þar sem Foden skoraði tvö í 4-0 sigri gegn Íslandi. Það var hins vegar atvik utan vallar sem varð til þess að þeim var hent úr hópnum.

Greenwood og Foden brutu þá COVID-19 reglur þegar Nadía Sif Líndal Gunnarsdóttir, þá 20 ára, og frænka hennar Lára Clausen, þá 19 ára, mættu á hótelið þeirra.

Þær komu inn á hótelið um miðja nótt og Lára sagði að henni hefði liðið eins og vændiskonu í færslu sem hún setti á Instagram. Síðar birtu þær myndir af Foden á rassinum.

Nadía Sif.

Stúlkurnar sögðust hafa verið í nokkrar klukkustundir með Foden og Greenwood.

Nadia byrjaði að spjalla við Greenwood á netinu fyrir leikinn. „Ég var að tala við Mason í nokkra daga áður en þeir komu til Íslands. Þeir vissu að þeir þyrftu að vera í sóttkví en við gerðum okkur grein fyrir því að þar sem þeir voru að spila á Íslandi hefðu þeir verið prófaðir áður og það væri í lagi,“ sagði Nadía þeim til stuðnings eftir að þeim var hent úr hópnum.

Margt hefur breyst á þessum tíma samkvæmt Daily Star og er Nadía nú í sambandi með körfuboltakappanum, Lucien Christofis.

Foden á Hótel Sögu.

Yngri frænka hennar Lára lifir enn glamúrlífi samkvæmt Daily Star og er með 27 þúsund fylgjendur á Instagram og 14 þúsund á TikTok.

Í færslu á þessu ári talaði hún yfir myndband. „Þetta eru árin sem ég á að vera nakin, alls staðar á götum úti, á strönd einhvers staðar.“

Bæði Greenwod og Foden voru í ástarsambandi á þessum tíma en sambandið þeirra hélt út þrátt fyrir vandræði þeirra í Reykjavík.

Lára Clausen.

Í sömu frétt Daily Star eru rifjuð upp fleiri hneyksli en þar má nefna mál David Beckham, Wayne Rooney og fleiri leikmenn. Greinin er í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“