Tvær íslenskar stelpur eru á forsíðu Daily Star í dag þegar blaðið rifjar upp hneyksli í kringum kynlíf og knattspyrnumenn. „Þegar knattspyrnumaður hagar sér svona dugar það yfirleitt að biðjast afsökunar,“ segir í grein Daily Star.
„Stelpurnar sem lenda í þessum stormi eru yfirleitt í meiri vandræðum með að komast í gegnum þetta án þess að lenda á vegg. Við skoðum lífið hjá þessum partýstelpum sem voru hluti af villtri hegðun knattspyrnumanna,“ segir einnig.
Enska blaðið byrjar á að rifa upp mál sem átti sér stað í Reykjavík árið 2020 þegar tvær íslenskar stúlkur laumuðu sér inn á hótel enska landsliðsins.
Phil Foden og Mason Greenwood höfðu spilað fyrsta landsleik sinn í Reykjavík þar sem Foden skoraði tvö í 4-0 sigri gegn Íslandi. Það var hins vegar atvik utan vallar sem varð til þess að þeim var hent úr hópnum.
Greenwood og Foden brutu þá COVID-19 reglur þegar Nadía Sif Líndal Gunnarsdóttir, þá 20 ára, og frænka hennar Lára Clausen, þá 19 ára, mættu á hótelið þeirra.
Þær komu inn á hótelið um miðja nótt og Lára sagði að henni hefði liðið eins og vændiskonu í færslu sem hún setti á Instagram. Síðar birtu þær myndir af Foden á rassinum.
Stúlkurnar sögðust hafa verið í nokkrar klukkustundir með Foden og Greenwood.
Nadia byrjaði að spjalla við Greenwood á netinu fyrir leikinn. „Ég var að tala við Mason í nokkra daga áður en þeir komu til Íslands. Þeir vissu að þeir þyrftu að vera í sóttkví en við gerðum okkur grein fyrir því að þar sem þeir voru að spila á Íslandi hefðu þeir verið prófaðir áður og það væri í lagi,“ sagði Nadía þeim til stuðnings eftir að þeim var hent úr hópnum.
Margt hefur breyst á þessum tíma samkvæmt Daily Star og er Nadía nú í sambandi með körfuboltakappanum, Lucien Christofis.
Yngri frænka hennar Lára lifir enn glamúrlífi samkvæmt Daily Star og er með 27 þúsund fylgjendur á Instagram og 14 þúsund á TikTok.
Í færslu á þessu ári talaði hún yfir myndband. „Þetta eru árin sem ég á að vera nakin, alls staðar á götum úti, á strönd einhvers staðar.“
Bæði Greenwod og Foden voru í ástarsambandi á þessum tíma en sambandið þeirra hélt út þrátt fyrir vandræði þeirra í Reykjavík.
Í sömu frétt Daily Star eru rifjuð upp fleiri hneyksli en þar má nefna mál David Beckham, Wayne Rooney og fleiri leikmenn. Greinin er í heild hérna.