Ungstirnið Kobbie Mainoo hjá Manchester United er snúinn aftur til æfinga með aðalliðinu og vekur myndband af honum frá æfingu mikla athygli.
Hinn 18 ára gamli Mainoo heillaði mikið á undirbúningstímabili United en meiddist svo illa í æfngaleik gegn Real Madrid.
Hefur hann því verið frá en er nú snúinn aftur og miklar vonir bundnar við miðjumanninn.
Myndband af ótrúlegum tilþrifum Mainoo á æfingu má sjá hér neðar.
United undirbýr sig fyrir leik gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.
Not getting carried away with a pass in training but it’s pretty obvious Kobbie Mainoo is the player Jude Bellingham wishes he was…
— Jay Motty (@JayMotty) October 20, 2023