Alex Oxlade-Chamberlain fyrrum leikmaður Liverpool segir að honum hafi sárnað að enginn frá félaginu hafi rætt við sig um að samningur hans yrði ekki endurnýjaður.
Chamberlain sem er þrítugur fór frítt frá Liverpool í sumar eftir sex ára dvöl á Anfield, hann samdi við Besiktas.
„Yngri leikmenn voru að fá tækifæri og ég skildi það vel. Ég hefði viljað eiga samskipti því þú ferð að hugsa út í hlutina,“ segir Chamberlain.
„Það var aldrei sagt við mig að ég fengi ekki nýjan samning, ég fór samt að fatta hlutina. Ég fékk að vita þremur dögum fyrir síðasta leik að ég yrði á lista þeirra sem fengi ekki samning.“
„Það var aldrei neitt fyrir það, það var bara þögnin og þar fattaði ég að þetta væri búið. Þú átt alltaf von á því að samskipti eigi sér stað til, ég var frekar hissa.“
Hann segist alltaf hafa átt gott samstarf við Jurgen Klopp en eins og aðrir starfsmenn Liverpool hafi hann aldrei rætt hlutina við sig.