fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Messi þvertekur fyrir orðrómana

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. október 2023 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi ætlar ekki á láni frá Inter Miami eftir að tímabilinu í MLS-deildinni lýkur á næstunni þrátt fyrir að liðinu hafi mistekist að komast í úrslitakeppnina.

Þetta þýðir að Inter Miami og Messi eru á leið í langt frí þar til næsta tímabil hefst aftur snemma næsta vor.

Hinn 36 ára gamli Messi hefur því verið orðaður við lið í Sádi-Arabíu sem og sína gömlu félaga í Barcelona á láni til að halda sér í leikformi fyrir leiki með argentíska landsliðinu.

„Það er leitt að við höfum ekki komist í úrslitakeppnina. Við vorum nálægt því. Ég missti af síðustu leikjunum og það var mikið um meiðsli,“ segir Messi.

„Ég mun æfa og spila næsta leik okkar gegn Charlotte. Ég mun reyna að vera í eins góðu standi og mögulegt er fyrir landsleikina í nóvember.

Svo mun ég njóta frísins í Argentínu. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ svona frí um jólin með fólkinu mínu. Í janúar byrja ég svo upp á nýtt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref