Jude Bellingham elskar lífið í Real Madrid og ætlar að vera þar í mörg ár.
Englendingurinn ungi fór frá Borussia Dortmund til Real Madrid í sumar og hefur farið stórkostlega af stað í spænsku höfuðborginni þar sem hann raðar inn mörkum.
„Ég hef sagt það síðan ég kom að hér vil ég vera næstu 10-15 árin af mínu lífi. Ég elska þetta félag,“ segir Bellingham.
Hann var spurður út í skipti í ensku úrvalsdeildina í framtíðinni. „Við sjáum til.“
Bellingham segist hafa bætt leik sinn mikið á stuttum tíma hjá Real Madrid.
„Þegar þú ert í kringum leikmenn með þetta hugarfar og þessi gæði alla daga, sérð þá í ræktinni, hvernig þeir undirbúa sig fyrir leiki, það tekur þig á allt annað stig.“