Í þættinum var meðal annars tekið fyrir starfið á bak við tjöldin hjá KSÍ en mikið hefur verið bætt í faglega hlutann undanfarin ár.
„Við höfum tekið stór skref. Arnar Þór (Viðarsson)kom inn sem yfirmaður knattspyrnumála og gerði mjög vel. Við fórum í að búa okkur til stefnu og plan. Við bjuggum til landsliðsstiga sem við erum að fylgja og samræmum allt sem við erum að gera, tæknibúnað og annað. Við viljum vera svolítið leiðandi í þessu. Ég held að við séum á góðum stað en við viljum gera betur,“ segir Jörundur.
„Við erum alltaf að skoða hvað við getum gert betur. Sem dæmi höfum við fækkað í starfsliði á sumum stöðum, eins og með farastjórn, þjálfarar hafa bara tekið hana að sér. Í staðinn geta þeir tekið að sér aukafólk sem nýtist liðinu betur, eins og aðstoðarþjálfun, leikgreinendur, styrktarþjálfara.“
Sjónvarpsþátturinn 433.is og aðrir þættir á vegum síðunnar eru einnig aðgengilegir á helstu hlaðvarpsveitum undir „433.is“