Tyrell Malacia hefur ekkert spilað með Manchester United á þessu tímabili og hann á langt í land með að ná fullri heilsu.
Hollenski bakvörðurinn kom til United fyrir rúmu ári síðan og lék 39 leiki á síðustu leiktíð.
Malacia hefur ekkert komið við sögu í sumar vegna meiðsla á hné.
Hann var sendur í aðgerð á dögunum og er talið að Malacia verði frá í hið minnsta fram á nýtt ár vegna þess.
Luke Shaw sem einnig er vinstri bakvörður er einnig lengi frá og sökum þess fékk United Sergio Reguilon á láni frá Tottenham.
Malacia var keyptur frá Feyenoord fyrir 13 milljónir punda og átti ágætis spretti á fyrsta tímabili sínu.