Joan Laporta forseti Barcelona er sakaður um að hafa mútað dómurum og hefur verið ákærður vegna þess.
Málið hefur verið til ransóknar undanfarna mánuði en ljóst er að Laporta þarf nú að svara til saka, hann hefur neitað sök.
Laporta er 61 árs gamall en hann er kærður fyrir mútur í garð dómara.
Laporta er í annað sinn á sinni lífsleið forseti Barcelona. Áður var hann forseti frá 2003 til 2010 en snéri aftur árið 2020.
Caso Negreira málið eins og það er kallað er þannig að Laporta er sakaður um að hafa borgað fyrrum varaforseta hjá spænska sambandinu, Jose Maria Enriquez Negreira 6,3 milljónir punda.
Greiðslurnar bárust Jose Maria Enriquez Negreira yfir 18 ára tímabil og eru þær til ransóknar. Með greiðslunum átti Laporta að hafa fengið að velja dómara fyrir leiki Barcelona.