fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Raya lýsir sambandi sínu við Ramsdale sem hann hirti sætið af í haust

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. október 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Raya og Aaron Ramsdale eiga í hörkusamkeppni um aðalmarkvaðarstöðuna hjá Arsenal en sá fyrrnefndi er ofan á sem stendur. Spánverjinn segir samband þeirra félaga gott þrátt fyrir samkeppnina.

Raya gekk í raðir Arsenal frá Brentford í sumar og var ekki lengi að vinna sætið af Ramsdale sem hefur eignað sér það undanfarin tvö tímabil.

„Samband okkar er mjög gott. Þegar allt kemur til alls erum við félagar og það er mikilvægt. Sambandið er heilbrigt og það eru engin vandamál,“ segir Raya.

„Við ýtum við hvorum öðrum, ég ýti við honum og þegar ég er ekki upp á mitt besta gerir hann hið sama.“

Raya segir mikilvægt að markverðir standi saman þó þeir séu í samkeppni.

„Við erum oftast 3-4 saman á æfingum og sambandið þarf að vera gott, annars fara æfingarnar ekki vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“