Wayne Rooney þjálfari Birmingham er byrjaður að skoða hvernig hann getur breytt og bætt liðið sem hann tók við í síðustu viku.
Ensk blöð segja að Rooney vilji fá Jack Butland fyrrum samherja sinn í enska landsliðinu í markið.
Butland er þrítugur en hann var á mála hjá Manchester United á síðustu leiktíð en gekk í raðir Rangers í sumar.
Butland ólst upp hjá Birmingham og lék með aðalliði félagsins áður en hann var seldur til Stoke fyrir tíu árum síðan.
Markvörðurinn er sagður spenntur fyrir því að snúa aftur heim en Wayne Rooney fær það verkefni að koma Birmingham upp í efstu deild.