Jose Mourinho stjóri Roma vill fá fyrrum félaga sinn frá Tottenham Eric Dier til liðs við sig. Þetta segja ítalskir miðlar í dag.
Talið er að hinn 29 ára gamli Dier gæti hugsað sér til hreyfings í janúar en spiltími hans hefur minnkað til muna eftir að Ástralinn Ange Postecoglou tók við sem stjóri í sumar.
Dier er því farinn að horfa í kringum sig og er Mourinho til í að fá hann til sín. Gæti hann farið strax í janúar.
Englendigurinn hefur verið á mála hjá Tottenham síðan 2014 en hann og Mourinho störfuðu saman hjá Tottenham frá 2019 til 2021.
Roma hefur aðeins verið að taka við sér eftir erfiða byrjun á Ítalíu en liðið er í tíunda sæti með 11 stig eftir átta leiki.