Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar. Nýr þáttur kemur út alla föstudaga. Gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar að þessu sinni var fjölmiðlastarnan Tómas Steindórsson.
Í vikunni var tilkynnt að EM karla 2028 færi fram á Bretlandi og í Írlandi og að EM 2032 yrði í Ítalíu og Tyrklandi.
„Leikur í Manchester, tveggja tíma flug yfir. Þetta viljum við,“ sagði Tómas.
Hann er hins vegar ekki jafnhrifinn af því að EM verði í Tyrklandi og á Ítalíu.
„Mér finnst það vera þvæla þegar EM er úti um allt. Það er allt í lagi ef löndin eiga landamæri að hvoru öðru. Nú er ég ekki ekki sá besti í landafræðinni en ég held að Tyrkland og Ítalía eigi ekki landamæri að hvoru öðru.“
Umræðan í heild er í spilaranum.