Andrea Pirlo, fyrrum stjóri Juventus, leyfði eigin leikmönnum að reykja sígarettur bæði fyrir leiki og í hálfleik er hann stýrði Karagumruk í Tyrklandi.
Frá þessu greinir Colin Kazim-Richards en hann vann með Pirlo hjá félaginu í stutta stund.
Pirlo var frábær leikmaður á sínum tíma en hann lék lengi fyrir bæði AC Milan sem og Juventus.
Pirlo var ekki of strangur sem þjálfari og fengu leikmenn að reykja jafnvel í búningsklefanum á meðan hann hélt hálfleiks ræðu sem vekur athygli.
,,Það eru margir Ítalar sem reykja sígarettur,“ sagði Kazim-Richards við Filthy Fellas hlaðvarpsþáttinn.
,,Í Tyrklandi er leyfilegt að reykja, það veltur þó á því hver stjórinn er. Á síðasta ári með Pirlo þá reyktu leikmenn mikið fyrir leiki.“
,,Þeir reyktu í hálfleik, þeir fengu sér sæti og reyktu sína sígarettu. Pirlo er að tala við hópinn og þeir sitja þarna reykjandi, þetta var allt öðruvísi.“