Ronald Koeman þjálfari hollenska landsliðsins segist ekki hafa valið Ryan Gravenberch miðjumann Liverpool í landsliðið vegna atviks sem kom upp á dögunum.
Þessi 21 árs gamli miðjumaður neitaði að mæta í verkefni hjá U21 árs landsliði Hollands fyrir mánuði síðan.
Gravenberch var þá að skrifa undir hjá Liverpool og vildi aðlagast hjá nýju félagi frekar en að mætta í landsleik.
Þetta virðist ætla að hafa áhrif á stöðu Gravenberch í A-landsliðinu. „Við erum með skoðanir á því þegar ungir leikmenn neita að mæta í landsleiki,“ segir Koeman.
Koeman lokar þá ekki dyrunum á að Gravenberch komi aftur. „Hann er með mikla hæfileika, ég vona að hann geti þróað leik sinn hjá Liverpool. Ef hann gerir það þá verður hann leikmaður í hollenska landsliðinu.“