Heimildarmynd um líf David Beckham hefur vakið gríðarlega athygli en þeir komu út á Netflix í síðustu viku og þar er farið yfir líf Beckham og Victoria Beckham.
Eitt af því sem vekur mesta athygli í þáttunum er þegar hjónin ræða um framhjáhald David þegar þau bjuggu á Spáni.
Árið 2003 flutti David til Spánar til að spila með Real Madrid. Á þeim tíma áttu þau tvo syni og var Victoria eftir í Bretlandi til að hugsa um drengina. Seinna sama ár fór þrálátur orðrómur á kreik um að knattspyrnumaðurinn hafi haldið framhjá.
Hjónin nefna ekki konurnar á nafn, en Rebecca Loos og Sarah Marbeck hafa báðar haldið því fram að þær hafi stundað kynlíf með fyrrverandi knattspyrnumanninum á þessum tíma. Málið rataði í fjölmiðla og stuttu seinna flutti Victoria til Spánar.
Framhjáhaldið með Loos vakti gríðarlega athygli en hún starfaði fyrir fjölskylduna. Eftir að þættirnir komu út hefur Loos verið áreitt mikið á samfélagsmiðlum.
Á Instagram síðu hennar er mikil umræða og skrifar einn aðili að Beckham hjónin hafi hvergi í þáttunum sagt að sagan væri sönn, aðeins að þetta hafi verið erfiður tími.
Næsti aðili bendir á að ef sagan væri ekki sönn þá hefðu Beckham hjónin svo sannarlega lögsótt Loos fyrir sögu sína, undir þetta tekur hún á Instagram síðu sinni og heldur því fram að sagan sé sönn.
Victoria ræðir málið í þáttunum. „Þetta var svo erfiður tími því okkur leið eins og heimurinn væri á móti okkur,“ segir hún.
„En ef ég á að vera hreinskilin þá vorum við á móti hvort öðru.“