Harry Kane hefur fengið leyfi frá Tottenham til að mæta á æfingasvæði félagsins í næstu viku og kveðja starfsmenn félagsins.
Framherjinn fékk ekki að kveðja leikmenn og starfsmenn þegar hann gekk í raðir Bayern.
Kane yfirgaf félagið þar sem hann ólst upp í sumar, vildi hann fara í félag sem keppir um stærstu titlana.
Kane fær að mæta í næstu viku þegar hann er í verkefni með enska landsliðinu og kveðja þar starfsmenn og leikmenn félagsins.
Kane er markahæsti leikmaður í sögu Tottenham en hann er jafnframt fyrirliði enska landsliðsins.