Átta leikjum lauk nýlega í Evrópudeildinni. Leikið var í riðlum A til D.
West Ham gerði góða ferð til Freiburg og vann 1-2 sigur þar sem Lucas Paqueta og Nayef Aguerd gerðu mörkin í sitt hvorum hálfleiknum.
Marseille tók á móti Freiburg í hörkuleik. Heimamenn leiddu í hálfleik þökk sé mörkum Chanchel Mbemba og Jordan Veretout. Brighton sneri dæminu hins vegar við í seinni hálfleik og jafnaði með mörkum Pascal Gross og svo Joao Pedro úr víti í blálokin.
AEK og Ajax gerðu 1-1 jafntefli í Grikklandi. Steven Bergwijn kom gestunum yfir á 30. mínútu en Domangoj Vida jafnaði þegar stundarfjórðungur lifði leiks.
Atalanta vann þá 1-2 sigur á Sporting í stórleik.
Hér að neðan eru öll úrslit dagsins hingað til.
West Ham 1-2 Freiburg
TSC 2-2 Olympiacos
Marseille 2-2 Brighton
AEK 1-1 Ajax
Real Betis 2-1 Sparta Prag
Aris 2-1 Rangers
Rakow 0-1 Sturm Graz
Sporting 1-2 Atalanta