Derek Reynolds, stuðningsmaður Leyton Orient lést á leik liðsins á mánudag en allir á vellinum reyndu að bjarga lífi hans.
Reynolds fékk hjartaáfall í stúkunni en nærstaddir reyndu að koma til hjálpar.
Þannig hljóp fjöldi stuðningsmanna Leyton Orient inn á völlinn til að stöðva leikinn og fá hjartastuðtæki.
Leikurinn var stöðvaður vegna atviksins og leikmenn látnir fara inn inn í búningsklefa á meðan verið var að hlúa að Reynolds.
Því miður tókst ekki að bjarga lífi hans en Reynolds var afar dyggur stuðningsmaður félagsins.
Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki verið fljótari á staðinn til að bjarga lífi hans en leikurinn fór ekki aftur í gang vegna andlátsins.